Hefurðu lent í því að manneskjan sem sefur við hliðina á þér fer allt í einu að kyssa þig?

Jafnvel strjúka þér kynferðislega?

Jafnvel hömpa þig eða reyna að stunda samfarir?

Athugaði að manneskjan er steinsofandi!

Ef þú vekur viðkomandi þá vita þau ekkert hvað um er að vera og kannast ekki við neitt?

Eða hefur þú kannski verið þessi manneskja sem ert með kynferðislega tilburði í svefni og er sagt frá því þegar þú vaknar eða ekki.

Mörgum finnst erfitt að ræða þetta og vita ekki hvernig eigi að tala um þetta.

Og þetta er í raun furðu algengt, en hvað er þetta fyrirbæri og hvernig má ráða við það?

Það hafa fallið dómsmál í þessum málum en það er í raun þannig sem þau komust í sviðsljósið, er þetta raunverulegt fyrirbæri? Getur fólk í alvörunni stundað kynlíf í fastasvefni? Tengist þetta kynferðislegum löngunum? Fantasíum? Draumum?

Þetta er svo áhugavert og þegar ég lærði fyrst um þetta í náminu í kynfræði árið 2009 þá fékk ég þetta nett á heilann því ég hafði einmitt verið í sambandi þar sem kæró hafði oftar en einu sinni og oftar en tvisvar leitað á mig í svefni og þegar ég stöðvaði það þá mundi viðkomandi ekkert eftir því og ég var greinilega að vekja hann.

Sexsomnia er svefnröskun sem hrjáir þúsundir Íslendinga og hefur því áhrif á fjölmörg sambönd! Við verðum að kanna þetta og skilja betur. Okkur til halds og trausts í því máli er dr.Erla.

dr. Erla Björnsdóttir, ermokkar fremsti sérfræðingur í svefni og eigandi Betri svefns, og hún útskýrir fyrirbærið sexsomnia fyrir okkur og hvaða áhrif þetta getur haft fyrir sambönd.