Nokkuð sem hefur orðið vinsælt á undanförnum árum eru svokölluð vímuefna-kynlífspartí (e. chemsex). Þar hittist hópur karlmanna til að stunda kynlíf saman, án verja og undir áhrifa af allskyns vímuefnagjöfum. Teitin vara gjarnan heila helgi og einkennist kynlífið af mörgum fjölda bólfélaga og nokkuð agressívari kynhegðun.
Þetta fyrirbæri hefur fengið mikla athygli erlendis og verið mikið rannsakað útaf áhættunni sem fylgir þessari kynhegðun.
Ég hef heyrt af því að slík teiti fari fram hér á landi en þó eru þó mjög falin en senan er töluvert stærri í flestum borgum í kringum okkur. Mér þykir þetta mjög áhugavert því hér er á ferðinni meira en bara eitthvert eitt flipp-djamm og oftar en ekki er farið verulega yfir mörk líkamans.
Hér fer Unnsteinn, varaformaður Samtakanna ´78, í saumana á slíkum teitum.
Betra kynlíf mun fjalla nánar um þessi teiti þar sem erlendur sérfræðingur segir okkur frá senunni í Kaupmannahöfn – en meira um það síðar!