Í tilefni af Bleikum október þá skoðum við um krabbamein & kynlíf.
Áslaug Kristjánsdóttir er kynfræðingur og hjúkrunarfræðingur sem sinnir kynlífsráðgjöf fyrir pör og einstaklinga sem og hjá Krabbameinsfélaginu, í Ljósinu og hjá Krafti.
Við ræðum hvernig krabbamein getur haft áhrif á manneskjuna sem kynveru og svo nándina og kynlífi í sambandi fólks bæði á meðan á veikindum stendur og þegar þau eru yfirstaðin.