Mig finnst nauðsynlegt að staldra aðeins við og kannski ramma smá inn af hverju mikið af fólki sem stundar swing upplifir að það þurfi að fara leynt með það eða jafnvel upplifir skömm tengdu lífstílnum.
Það er augljóslega alger óþarfi að vera með skömm yfir því að swinga, eða vera í opnu sambandi, en staða þekkingar í samfélaginu okkar er oft takmörkuð og mikið um fordóma og skilningsleysi.
Þetta setur þetta málefni vonandi í smá samhengi og kannski hjálpar það þér að opna þig og/eða taka á móti fólki sem vill opna sig með fordómaleysi, virðingu og kærleika.
Því ég skil mjög vel löngunina til að vera opin og heiðarleg með sitt samband og sinn lífsstíl en ekki þurfa pukrast og óttast einhverjar leiðinda kjaftasögur. En við skulum taka sérstaklega fyrir hvernig hægt er að koma útúr skápnum!