Ég hef svo gaman af samtalinu um sæði að ég setti það saman í eitt stórt myndband!
Þannig að nú geturðu horft á hugleiðingar um bragð og innihald sæðis, lendingarstað, frumlega sæðisleiki, ofnæmisviðbrögð og af hverju grátt lak er óheppilegt!
En svona í alvörunni, sæði er eðlilegur hluti af líkamsstarfseminni og eitthvað sem verður að ræða við unglinga og maka (ef að maki þinn eða þú framleiðið sæði!).
Mér finnst reyndar alveg stórmerkilegt að fólk sem brundar ræði þetta ekki við bólfélagann sinn og kannski sýni eigins brundi ekki meiri áhuga, eins og hvernig bragðið og áferðin er. Ég get ekki hitt kvennahópa án þess að brund sé rætt í sömu andrá og við tölum um kynlíf – þetta er stór hluti af samtalinu og nær yfir miklu meira en bara þungun!
(psst – ég geri sér myndband um „herraklippingu“ og sæðisblæti)
Og kannski ágætt að bæta við – ég mun fjalla miklu meira um sæði, því ég hef svo gaman af því!
Er eitthvað ákveðið sem þú vilt vita um sæði…?