Við höfum fjallað þó nokkuð um framhjáhald hér á vefnum Betra kynlíf enda málefni sem kemur upp í mörgum samböndum og særir oft mjög djúpt.
Nú heimsóttum við Björg Vigfúsdóttur fjölskylduráðgjafa sem fær ansi oft pör til sín sem vilja vinna sig útúr framhjáhaldi.
Við veltum hér upp algengum spurningum um hvernig megi halda áfram eftir að framhjáhald kemst upp og hvort að kynferðisleg svik séu verstu svikin, ásamt því að skoða af hverju framhjáhald hefur áhrifa á alla fjölskylduna, ekki bara fullorðnu elskendurnar.
Björg nálgast vinnuna með pörum útfrá aðferðarfræði fjölskyldumeðferðar og varpar það stærra ljósi á það af hverju framhjáhald getur hrist upp í grunni sambands og hvernig það svo getur mótað framtíð sambandsins en þarf ekki að þýða endalok þess.