Hér lærði ég svo ótrúlega margt!
Ég vissi að það væri mikilvægt fyrir karla að styrkja grindarbotninn sinn en mér fannst karlar ekkert sérstaklega pæla í því eða ræða það sín á milli. Á sama tíma eru auglýst lóð og græjur fyrir konur til að styrkja sinn og mikil umræða innan heilbrigðisstéttarinnar um mikilvægi þess að styrkja grindarbotn kvenna.
Þetta var því ótrúlega dýrmætt spjall og mun ég kafa dýpra í þenna heim grindarbotnsvöðva karla en við byrjum hér.
Hvað vakti áhuga hjá þér?
Hvað vilt þú vita meira um?