Indíana Rós kynfræðingur er kona margra hæfileika og eitt af því sem þú kannski veist ekki er að hún er einnig dúla og er með námskeið fyrir nýbakaðar mæður í Fæðingarheimili Reykjavíkur.
Svona er námskeiðinu lýst: „ Á námskeiðinu skapast rými fyrir mæður til að hittast og deila reynslu, upplifunum og þekkingu sín á milli. Þær fá þannig tækifæri til þess að vinna að því að endurheimta sjálfa sig og styrkja eftir meðgöngu og fæðingu. Námskeiðið er fyrir þig sem einstakling, móður í mótun.“
Indíana leggur mikla áherslu á sjálfsmildi og fer svo fallega í gegnum hvernig megi rækta það bæði hjá sér sjálfum og svo í sambandinu sínu.
Þetta samtal er gott í hjartað og við hvetjum þig eindregið til að opna eyrun og leggja við hlustir.