Nú skulum við gera gott samband enn betra!

Sambandsfundir er sniðug leið til að ræða málefni sem alltof oft sitja á hakanum en verður að ræða og þetta eru líka svona málefni sem poppa kannski ekki beint upp í samtali um daginn og veginn.

Því er kjörið að skipuleggja fund eða stefnumót og ákveða hvað af þessum málefnum skal taka fyrir. Þannig er hægt að vinna markvisst að því að dýpka sambandið og læra inn á makann og sig.

ATH – Þessi fundir koma ekki í stað skemmtilegra stefnumóta heldur er hugsað sem viðbót 🙂