Einn af mínum uppáhaldsleikurum, og hjartaknúsari þjóðarinnar, Gísli Örn Garðarsson segir okkur frá því hvernig það er að leika á typpinu (og af hverju slíkar senur eru alltaf teknar upp í skítakulda!) og hvernig það er að horfa á besta vin sinn í sleik við konuna sína, og að vera í framhjáhaldi með konunni sinni og….!
Auðvitað erum við að tala um leiklistina!
Vesturport! Rómeó & Júlía! Verbúðin! Hollywood!
Leiklistin er sérstakt starf en við Gísli fengum okkur sæti í blíðskaparveðri á bekk fyrir utan heimilið hans og skoðuum það frá ýmsum krókum og kimum.
Og fengum að vita uppskriftina að leynisósunni…!
GVUMINNGÓÐUR mér fannst svo gaman að fá að sitja og spjalla með Gísla!
Ég vona að þú hafir jafn gaman af þessu spjalli eins og ég!
En finnst þér það ekki sérstök tilhugsun að vera hrifin af annarri manneskju en bara í smá stund? Skrúfa allt upp og skrúfa svo fyrir? Heldurðu að þú gætir aðskilið tilfinningarnar í vinnunni frá þér sem persónu? (Ég veit nú um ansi margar aðstæður þar sem það er einmitt gert… eins og þeir sem geta aðskilið kynlíf og ást! Bara svo eitt dæmi sé tekið)
Og ertu sammála leynisósunni?