Vá hvað þetta er dýrmætt samtal!
Sigrún Arnardóttir er sálfræðingur (sjá nánar hér) sem fer með okkur í gegnum lágt sjálfsmat og hvernig það getur haft áhrif á ástarsamböndin okkar en einnig hverjar ástæður þess séu að við glímum við lágt sjálfsmat og hvað skuli til gera til að vinna í því.
Það er nefnilega svo að í upphafi skal endann skoða og sem kynverur eru við heildarmengi og hlutir úr uppeldi móta okkur og hafa áhrif á tengsl okkar við aðra í framtíðinni, sérstaklega okkar nánustu sambönd eins og við maka!
Þetta spjall setti ansi margt í samhengi fyrir mig og fékk mig til að kafa inn á við og bera kennsla á ýmsa hluti. Hér er fyrri hluti viðtalsins.
Ef þú gefur þér tíma og rými til að hlusta af einlægni og heiðarleika þá ertu á vegi sjálfsvinnunnar – til hamingju! Og gangi þér vel 🙂