Katarina Huber, hvar á ég að byrja?

Katarina hefur kennt mér að skilja svo margt í tengslum við kink og bindingar og valdaleiki með bæði eigin orðum og svo með því að flytja inn kennara frá ólíkum heimshornum til að fræða landann betur um málefni sem varla hefur mátt fjalla um hér.

Viðtalið fer fram í Spektrum Reykjavik sem Katarina stofnaði en það er nú því miður lokað.

Katarina deilir hér með okkur hvernig hán uppgötvaði bindingar og hvernig hán upplifir þann leik. Og auðvitað svo margt fleira.

Ég gæti augljóslega hlustað á hán tala allan daginn og spurt endalaust af spurningum en ég ætla láta þetta viðtal hér duga, í bili að minnsta kosti!