Þú skilur ekki hversu oft ég fæ þessa spurningu, án gríns! Þetta er togstreita í mörgum samböndum og alltaf vandasamt að fara inn í en nauðsynlegt að gera engu að síður.

Spurt er:

Sæl Sigga
Ég og maðurinn minn höfum verið gift í um 12 ár og eigum 2 börn. Kynlífið er gott og reglulegt en það er eitt sem truflar mig ótrúlega mikið. Hann vill ekki gefa mér munnmök. Mér finnst gott að gefa munnmök og hann elskar að þiggja þau þannig það er stór hluti af okkar kynlífi. Hann aftur á móti langar ekki að gefa mér það sama. Á þessum árum sem við höfum verið saman hefur hann örsjaldan gefið mér munnmök, kannski 8 sinnum og segir að sér finnist það ekki gott. Aftur á móti finnst mér það geðveikt og langar að eiga mann sem langar að veita mér þetta. Hefur þú ráð fyrir mig?