Þetta er sko ekki í fyrsta sinn sem við fjöllum um stinningu hér á þessum vef. Eða kynlöngun!

Þetta eru umræðuefni sem eru okkur afar hugleikin og nauðsynlegt að fjalla oft og ítarlega um frá ólíkum hliðum.

En nú langar okkur að tala beint til ykkar strákar.

Glímir þú við risvanda þrátt fyrir að kynlöngun sé til staðar?

Þá er þessi fyrirlestur fyrir þig!

Og samhliða þessum pælingum þá hvetjum við þig til að skoða kynlífshandritið og hvernig kynlífsmenning mótar hugmyndir okkar, því það er ansi margt sem þarf að aflæra.