Þetta er nauðsynlegur hluti af lífi flestra kynvera (ef ekki bara allra á einhverjum tímapunkti í lífinu). Ekki bara fyrir fólk sem ætlar í hópakynlíf eða er á lausu.
Og ólíkt því sem þú kannt að óttast um pot og prik að þá er frekar lítið mál að fara í tjékk og þú getur gert það á næstu heilsugæslustöð! Og í raun gerir flest allt alveg á eigin tíma á salerninu.
En hvenær þarf að fara í tjékk og hvað er skoðað og hvernig virkar þetta allt saman??
Hér förum við í gegnum helstu atriðin er tengjast kynsjúkdómum og því að fara í skoðun en mundu, sm0kkurinn er eina vörnin gegn kynsjúkdómum! En mundu – „smokkur“ getur líka verið brók!
Og sleipiefni er svakalega mikilvægt, eins og við höfum talað svo oft um.
Svo eftir hverju ertu að bíða – er ekki komið að því að panta sér tjékk?