Sleikur, en undursamlegt fyrirbæri, svo einfalt, svo aðgengilegt en samt svo magnað!
Færðu fiðring um þig þegar þú rifjar upp eftirminnilegan sleik? Eða þegar þú ferð í sleik við bólfélaga eða maka?
Svo ég tali nú ekki um góðan sveittan skemmtistaðasleik…!
Sleikin skal ei vanmeta, eins og ég fer yfir hér.
Hann getur verið stór gott tækifæri til að tengja par saman en líka til að mæla lífsmark og heilbrigði sambandsins…!
En sko – hefurðu rætt sleik við makann þinn?
Hvernig sleik fýlar makinn þinn? Hvað með þig?
Í góðum sleik losnar um fullt af oxytósin hormóninu sem tengir okkur við makann, ásamt því að lækka streitu, og því er þetta góð leið til að bæði byrja daginn og enda hann.
Hvernig kyssist þið? Myndirðu ræða sleik og kossatækni á stefnumóti við nýjan tilvonandi mögulegan maka?
Hvaða ætlun seturðu inn í kossinn? Sumar rannsóknir benda til þess að tíðni kossa sé heilbrigðismerki sambandsins. Sel það ekki dýrara en ég keypti það.
Kossar eru menningartengt fyrirbrigði sem tekur einnig tillit til tengsla á milli fólks en áhrif þeirra á okkur er hinsvegar ekki jafn breytilegt og menningin. Þannig að hvernig fólk kyssist, meira að segja hvort fólk kyssist er breytilegt.
Ef þig langar að lesa meira um kossa þá er auðvitað búið að skrifa bók (og bækur) um þá og rannsaka vel og ítarlega.
En hvað segirðu – hversu stórt hlutverk spila kossar í þínu sambandi og tilhugalífi?