Já þetta er algengt, meira að segja mjög algengt, meira að segja þannig að flest fólk hefur á lífsleiðinni feikað fullnægingu, eða á betri íslensku, gert sér upp fullnægingu. Eða í daglegu tali, feikað.
Já líka karlmenn. Sjokkerandi, ég veit.
Hér förum við yfir helstu ástæður þess að fólk gerir sér upp fullnægingar og hvernig sé best að ná sér úr þeim vítahring (sem getur orðið til hjá fólk sem hefur stundað þetta til lengri tíma í samböndunum sínum! Sem er algengara en þig grunar.)
Og ástæðurnar eru svo skiljanlegar en getum við samt reynt að hætta þessari tilgerð?!
Það er allt í lagi að fá ekki fullnægingu. Í alvöru! Horfðu bara á þetta myndband því til frekari sönnunar.