Nú er búið að taka ákvörðun, tala saman, pæla, gúggla, fantasera og það eina sem vatnar er bara að arka af stað! Eða hvað?
Hvort sem þú ert í sambandi eða ekki, ég mæli með því að þú rennir yfir nokkra mikilvæga punkta áður en þú mætir fyrir utan staðinn og borgar þig inn. Klæðaburður, reglurnar, opnunartími, kostnaður (stundum þarf að borga með reiðufé!), hvað og hvenær ætlarðu að borða?!
Þú getur hugsað um þessa punkta sem veganesti inn í ævintýrið!
Verum praktísk! Ég veit að það er spenningur í loftinu en þetta þarf samt að skoða fyrst – það er sjúklega leiðinlegt að peppa sig upp til að fara á klúbb og komast svo ekki inn!
Því er vissara að svara þessum spurningum áður en þú arkar af stað.
- Er eitthvert þema kvöldið/daginn sem þú ætlar á klúbbinn?
- Hverjar eru reglurnar um klæðaburð?
- Hvað kostar inn á klúbbinn og borgarðu með reiðufé eða korti?
- Þarftu að taka smokka með þér? En sleipiefni?
- Hvernig er opnunartíminn og hvenær ert þú uppá þitt besta?
- Hvenær og hvað ætlarðu að borða áður en þú ferð á klúbbinn?
- Hvernig ætlarðu að komast á klúbbinn? En heim aftur?