Þið skiljið ekki hversu oft ég er spurð hvað er í skvörti (eins og það er oftast kallað á íslensku).
Fólk vill vita – er þetta nokkuð piss?! (psst – svarið er já og nei)
Og sumir vilja vita hvort allar píkur skvörti?
Og er þetta betri fullnæging?
Og enn aðrir vilja vita hvort hægt sé að koma í veg fyrir skvört því það sé hvimleitt að skipta svona oft um á rúminu.
Og… er þetta til í alvörunni?! (stutta svarið er – já)
Saga safláts er auðvitað galin en gefur okkur kannski skýrari sýn á því af hverju það er mikilvægt að ræða þetta!
Förum bara í gegnum þetta – það er nefnilega margt í þessu og skvört / squirt og saflát / female ejaculation er ekki það sama en hér byrjum við á smá upphitun og kannski, væntingarstjórnun!
Hér er fyrsta myndbandið af nokkrum um skvört til að hjálpa okkur að skilja umræðuna um skvört og hvar samtalið getur hafist!