Nú reynir á heiðarleikann!
Þegar við skoðum hugtak eins og ástarkaffæring (love bombing) þá getum við dottið í þá gildru að sjá þetta allt um kring í öðrum en við þurfum að geta líka gripið okkur sjálf hér og skoðað, erum við mögulega ástarkaffærar eða er ástarkaffæring jafnvel okkar hugmynd um hina fullkomnu ást?
Þetta snýst í raun ekki um ást heldur frekar stjórnun og ótta við að vera yfirgefinn en það birtingarmyndin er yfirgengileg „ást“ og áhugi. Mig grunar að flest okkar þekkja þessi merki og hafa gripið til þeirra einu sinni eða tvisvar, líklegast alveg ómeðvitað.
En ef þínar hugmyndir um ást og sambönd ríma við ástarkaffæringu, þá getur verið að kröfurnar sem þú hefur séu bæði óraunhæfar og varhugaverðar og því getur verið gott að skoða sig og hugmyndirnar sem við höfum, um okkur sjálf, um kæró eða makann og svo auðvitað um ástina og sambönd.
Þetta er kjörið myndband til að senda á manneskju í þínu lífi sem annað hvort á það til að kaffæra eða er verið að kaffæra!