Indíana Rós kynfræðingur er hluti af fræðsluteymi í Ljósinu sem sér um fræðslu fyrir fólk sem hefur greinst með krabbamein og er í uppbyggingu eftir veikindin.
Hún er með marga fyrirlestra fyrir ólíka hópa sem sækja sér þjónustu Ljóssins en allir fyrirlestrar hennar eiga það sameiginlegt að fjalla um sjálfsmildi.
Það er svo mikilvægt að skilja hvað sjálfsmildi er og læra að beita því í eigin lífi.
Þetta er geggjað spjall sem gott er að nýta til að líta inn á við og skoða sig og kannski leggja frá sér svipuna!
Áslaug kynfræðingur hefur auðvitað líka fjallað hjá okkur um helstu kynferðislegu áskoranirnar sem geta fylgt krabbameini, endilega kíkið á það í kjölfar þessarar umfjöllunar.