Smá sannleiksstund, smá trúnó, ef þú hefur aldrei prófað að nota typpahring, af hverju ekki?

Ok ég skil, þér hefur ekki þótt þú þurfa þess en… má ekki samt ögra sér smá, stíga út fyrir þægindaramman og prófa?

Sko það er hægt að nota nokkra en flestir nota bara einn svo kannski ættum við að tala frekar um typpahring en ekki hringi.

Hvað um það, við erum ekki að tala um að fara á skeljarnar og biðja typpisins (þó ok, það væri sjúklega fyndið bónorð!! Af hverju datt mér það ekki í hug fyrr?!)

Þetta er í hópi kynlífstækja með það markmið að viðhalda stinningu typpisins.

Sum typpi þurfa þetta, öðrum finnst þetta bara notalegt og gera góða stinningu betri og jafnvel lengri. Enn öðrum þykir bara gott að fá þétt hald utan um typpið. Og þetta er ti, í öllum stærðum og gerðum og útfærslum.

Hvað sem því líður og bíður – þá eru typpahringir mjög vinsælir og í kynlífstækjakassa margra.

Allir þessir hringir fást hjá Losta.

Kannski finnst þér það notalegt.

Sérstaklega ef þú velur einn sem titrar, gæti verið notalegt fyrir þig og bólfélagann.

Lífið er til að hafa gaman af því og þetta getur verið einn liður í því.

Að minnsta kosti getur þú stungið þessu að vin sem kvartar undan ristruflun! Eða ekki nægilega harðri stinningu. En, varstu búinn að sjá stinningarmyndbandið?