Það hefur alltaf verið mjög mikilvægur liður í mínu starfi sem kynfræðingur að svara spurningum fólks um kynlíf.

Auðvitað er því boðið upp á það líka hér!

Mánaðarlega, í lok hvers mánaðar, verð ég með lifandi viðburð þar sem þú getur spurt spurninga í beinni og/eða sent mér spurningar yfir mánuðinn sem ég svo svara.

Það er von mín að þessi myndbönd nýtist fólki sem tól til að opna samtalið í sínu sambandi og við sjálft sig um hver þau eru sem kynvera og hver þau vilja vera sem kynverur.

Í spurt & svarað fyrir júní mánuð er farið yfir víðann völl en ég tala um afbrýðisemi, swing, að vera fjölkær, kynlöngun, foreldrahlutverkið, kynlífstíðni, kynjað kynlífshandrit kvenna og karla, fantasíur, sjálfsfróun, stinningu og stinningarleysi, kynlífsrútínu, nánd, losta, samskipti og fullnægingar. Svo fátt eitt sé nefnt.

En mig langar líka að benda á eftirfarandi bækur fyrir þau pör og sambönd sem eru að endurskoða sitt sambandsform og sínar reglur, sérstaklega ef þú ert að pæla í opnu sambandið og/eða poly sambandi.

Ethical Slut er góð bók til að byrja á og er ein af aðal bókunum þó hún sé komin til ára sinna. Designer relationships er ögn faglegri bók en Ethical Slut, og ég bendi oft á hana – hún er samt auðlesin þó hún sé meira byggð á fræðum. The Smart Girls Guide er þægileg lestrar og hraðlesin en þó meira gíruð að konum, smá í í svona spurt og svarað stíl, hentar ekki öllum en er þægilega aðgengileg. Mating in Capitivity er þungvigtarbók sem er ein aðalbókin í sambandspælingum í dag, hún er ögn þung lestrar en vel þess virði. A happy life in an open relationship er þægileg og aðgengileg og skrifuð af therapista.

Njóttu!